Var að hugsa þetta í vinnunni í dag!!!
Hversvegna komast óguðlegir svo langt með sinn óguðlegheit? Með að rífa kjaft og rífast svo heiftarlega, að það endar með hryllingi. Forsíðufréttirnar eru yfirfullar af óguðlegum fréttum, af morði og afar grófum slagsmálum, dag eftir dag, liggur við.
Menn hafa enga virðingu fyrir réttlætinu, heldur vilja hafa sinn vilja fram með lygum og ruddaskap, og sumir ganga svo langt, að þeir draga náunga sinn fyrir dómstóla og fá hann dæmdann fyrir ósannindi.
Fégyrndin og græðgin er svo mikil að það jaðrað við að það sé alveg yfirgengilegt, það gengur svo langt, að menn ræna hvern annan og bera meynirði uppá hvern annan til að komast yfir vermætar eignir.
Það er engin virðing til fyrir þér, hvað varðar með óguðlega. Þeir hugsa bara um sjálfan sig og eru fullkomnlega alvegsama þótt þú eigir ekki neitt og þú hefur ekki efni til þinna þarfa. Þeir hafa ekki hjarta fyrir fátækum, og hjarta þeirra er sem steinn sem getur ekki molnað.
Þó óguðlegir kæmurst yfir öll heimsins verðmæti, þá telur það ekki neitt fyrir Guði. Óguðlegir munu fá sinn dóm og fara beina leið niður til helvítis.
Lesið þessa sögu um ríka manninn. Lúkas 16.
Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
23 Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. 24 Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga.
25 Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður en þú kvelst. 26 Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar svo að þeir er héðan vildu fara yfir til yðar geti það ekki og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor
Það er betra að leita Guðs ríkis, meðan tími er til, áður enn það verður um seinan.